Enn glímt við áhrif verkfalla

Hjá sýslumanninum í Reykjavík er enn löng bið eftir afgreiðslu …
Hjá sýslumanninum í Reykjavík er enn löng bið eftir afgreiðslu skjala vegna fasteignaviðskipta. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta gengur hægt og sígandi. Við erum nú búin að afgreiða skjöl frá 24. apríl,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Starfsmenn þar á bæ vinna nú hörðum höndum að því að afgreiða þau skjöl sem söfnuðust upp á meðan verkfall Bandalags háskólamanna stóð yfir.

Er vinna við afgreiðslu húsaleigusamninga lengra á veg komin, eða til 11. júní, að sögn Bergþóru. „Þetta eru aðeins auðveldari skjöl og erum við með laganema í þeirri vinnu,“ segir hún, en stefnt er að því að ljúka afgreiðslu þeirra mála fyrir 16. júlí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert