Flóttamannabúðir í Evrópu: Flykkjast til meginlandsins

Flóttamannabúðir í Giesen í Þýskalandi. Flóttamannirnir eru í aflagðri herstöð. …
Flóttamannabúðir í Giesen í Þýskalandi. Flóttamannirnir eru í aflagðri herstöð. 5000 flóttamenn eru í búðunum og von á öðrum fimmþúsund á næstu dögum. Flestir flóttamennirnir koma frá Sýrlandi, Írak , Sómalíu og Eritreu. mbl.is/RAX

Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, lagði leið sína til meginlands Evrópu á dögunum og heimsótti flóttamannabúðir í Giesen í Þýskalandi og á grísku eyjunni Kos.

Um fimm þúsund flóttamenn eru nú í þýsku búðunum, sem eru í Hessen-héraði, og von á að þeim fjölgi um fimm þúsund á næstu dögum. Flestir þeirra eru frá Sýrlandi, Írak, Sómalíu og Eritreu. Flóttamenn flykkjast í stríðum straumum yfir Miðjarðarhafið og til meginlands Evrópu, en talið er að nú séu rúmlega 400 þúsund flóttamenn í Þýskalandi.

Fleiri flóttamenn síðustu ár

Hælisumsóknum flóttamanna í Evrópu fjölgaði um 25% á síðasta ári en fá lönd í Evrópu sjá sér fært að taka á móti þeim. Flestir flóttamannanna koma að landi við norðurströnd Miðjarðarhafsins og hafa Ítalía og Grikkland samtals tekið á móti 120 þúsund flóttamönnum. Fjöldi þeirra hefur týnt lífi á siglingu í leit að betra lífi, en meðal annars hefur varðskipið Týr sinnt björgunarverkefnum fyrir Evrópusambandið í Miðjarðarhafi.

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funduðu nýlega um flóttamannavandann og náðist samkomulag á fundinum um að tugþúsundum flóttamanna yrði dreift milli Evrópusambandsríkjanna á næstu tveimur árum. Ekki náðist þó samkomulag um upptöku flóttamannakvóta, þannig að ríkin skuldbyndu sig til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna, en málið er eldfimt í Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert