Klára hráefnin á götumarkaðnum

Gleði og gaman á KRÁS.
Gleði og gaman á KRÁS. mbl.is/Golli

„Þetta gengur alveg ótrúlega vel og það er búið að vera mjög mikið af fólki hérna í allan dag,“ segir Hildur Gunnlaugsdóttir í samtali við mbl.is. Hún heldur utan um KRÁS götumarkað, sem er í Fógetagarðinum, fyrir hönd borgarinnar.

Um er að ræða götumat­ar­markað þar sem gest­ir geta keypt rétti frá tólf þekkt­um veit­inga­hús­um í Reykja­vík, en „götumatar­út­gáfu“ af því sem þeir bjóða upp á venju­lega, þ.e. mat í hand­hæg­um umbúðum sem hægt er að borða úti, stand­andi eða sitj­andi. Einnig verður hægt að kaupa sér vínglas eða bjór með matn­um í góða veðrinu.

Mannfjöldinn hefur verið gríðarlegur í allan dag og hafa sumir einfaldlega klárað hráefnin sín og geta því ekki boðið upp á mat lengur. „Það eru nokkrir búnir að því en flestir hafa bara farið og náð í meira. Ég held að fólk hafi selt mun meira en það bjóst við að gera og einhverjir hafa farið nokkrar ferðir og náð í meira, til að redda sér.“

Stemningin hefur verið góð og veðrið hefur ekki skemmt fyrir. „Veðrið hefur auðvitað verið frábært og bærinn hefur iðað af lífi í allan dag. Markaðurinn verður alla laugardaga í júlí og ágúst og stemningin er góð. Hér er alltaf plötusnúður og mikið stuð.“

Markaður­inn er op­inn kl. 13-18 í Fógetag­arði í miðbæ Reykja­vík­ur, á ská á móti Alþingi. Opið verður á markaðnum alla laug­ar­daga í júlí og ág­úst milli kl. 13.00-18.00.

Frekari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu KRÁS

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert