Lundavarp almennt svipað og síðustu ár

Pysjan var ekki alveg sátt við þátttöku sína í vísindastarfinu.
Pysjan var ekki alveg sátt við þátttöku sína í vísindastarfinu. Ljósmynd/Erpur Snær Hansen

Fyrstu árlegu hringferð Erps Snæs Hansen, sviðstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, um lundavörp landsins er senn að ljúka. Akurey í Faxaflóa stendur útaf en önnur vörp hafa nú verið könnuð og ábúðin mæld.

Helst vakti staðan í Papey athygli. „Ástandið var mjög sérkennilegt í Papey. Það var ekkert sérstaklega mikil ábúð, 45%. Mjög mikið klak og ungar á ofsalega breiðu aldursbili. Alveg frá 30 daga gömlum að því að vera nýklaktir og nokkrir ennþá í eggjum. Þetta er svona fimm vikna tímabil, sem er svolítið sérstakt,“ segir Erpur í Morgunblaðinu í dag en í Papey er lundinn að bera ungviðinu loðnu, sem er mjög smá.

Enn segir Erpur of snemmt að skera úr um hvernig varpið fari. Aðspurður hvort ástandið gefi tilefni til bjartsýni segir hann svo í raun ekki vera. „Nei, þetta er eiginlega svipað og hefur verið. Eins og með Papeyna, hún á eftir að koma í ljós. Í fyrra fór hún í mínus en þeir eru að koma einhverju á þar. Það er það sem við höfum verið að treysta svolítið á, að þar komist þetta í eitthvert lag.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert