Listinni miðlað til sjónskertra

Í Ráðhúsi Reykjavíkur stendur yfir sýning á verkum pólsku listakonunnar Ewu Rossano, sem er vel þekkt í heimalandinu. Sýningin er hluti af verkefninu Gegn útilokun frá menningu, en markmið þess er að miðla listaverkum og viðburðum til sjónskertra en einnig á milli Íslands og Póllands.

Á dögunum var svo haldin leiksýning í Gaflaraleikhúsinu þar sem ein þekkt­asta gam­an­leik­kona Pól­verja flutti einleik sem var textaður á skjá við sviðið en einnig var hægt að hlusta á íslenska þýðingu í heyrnatólum sem var unnin í samstarfi við Blindrafélagið.

mbl.is kom við í Ráðhúsinu og ræddi við Mörtu Mögdulenu, stjórnanda verkefnisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert