„Nei við ofríki - Já við lýðræði“

OXI // NEI
OXI // NEI mbl.is/Golli

Róttæki sumarháskólinn og Attac á Íslandi efndu í dag til samstöðufundar með Grikkjum í „baráttu þeirra gegn ofbeldi Evrópusambandsins og fjármálakapítalismans“. Var fundardagurinn valinn sökum þess að í dag ganga Grikkir til sögulegrar atkvæðagreiðslu um hvort ganga eigi að skil­mál­um lán­ar­drottna rík­is­ins.

Á Facebook-síðu viðburðarins kemur fram að slagorð fundarins séu: „Nei við ofríki - Já við lýðræði. Nei við skuldaánauð - Já við jöfnuði. Nei við niðurskurði - Já við velferð.“ Er fólk þar hvatt til að sýna stuðning við Grikki „og önnur fórnarlömb skuldaofbeldis fjármálastofnana“. 

Rík­is­stjórn Al­ex­is Tsipras, for­sæt­is­ráðherra Grikklands, hef­ur hvatt þjóðina ít­rekað til að hafna skil­mál­un­um í til­raun til að styrkja stöðu sína gagn­vart er­lend­um lán­ar­drottn­um. 

Í skoðana­könn­um í gær mátti vart á milli sjá hvort yrði ofan á. Þó að enn sé mjótt á mun­um þykir nú öllu lík­legra að „nei“ hafi sig­ur­inn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert