Sumir mega bæði elska og sofa hjá

Hjónabönd para af sama kyni eru nú leyfð í öllum ...
Hjónabönd para af sama kyni eru nú leyfð í öllum ríkjum Bandaríkjanna. AFP

Meirihluti sambandsríkjanna 50 í Bandaríkjunum hefur nú heimilað samkynhneigðu fólki að ganga í hjónaband og hefur hæstiréttur í Washington nú staðfest þann rétt þess. Þróunin hefur verið hröð vestanhafs og í Evrópu; æ fleiri þjóðir líta á það sem klárt óréttlæti að skerða réttindi samkynhneigðra í þessum efnum sem öðrum. Ungt fólk á erfitt með að skilja hvernig hægt sé að verja mismunun sem byggist eingöngu á ólíkri kynhneigð. Samkynhneigð er fyrirbæri sem þekkst hefur í öllum menningarsamfélögum og er einnig vel þekkt í dýraríkinu.

En hvað á kristið fólk að gera, er ekki ljóst að í Biblíunni er lagt bann við kynmökum tveggja einstaklinga af sama kyni?

Vandinn er að lítið er minnst á þessi mál í ritinu og eins og ávallt í svo gömlum ritum er oft hægt að deila um túlkun, en ummælin virðast samt öll afar neikvæð. Samkynhneigð er sögð vera synd, ekki ein af dauðasyndunum sjö en samt synd. Kristur segir þó ekkert sjálfur um samkynhneigð.

Bent hefur líka verið á að ef menn ákveði að haga sér ávallt í samræmi við þrönga bókstafstúlkun Biblíunnar myndi margt breytast. Kollsteypur yrðu óhjákvæmilegar. Í boðorðunum 10, nánar tiltekið öðru boðorðinu, eru skýr fyrirmæli um að ekki skuli gera líkneski eða myndir af lifandi verum. Sem hlýtur þá að merkja að eyða beri öllum listaverkum af því tagi í kirkjum – munum sem kristnar kirkjur hafa státað af í nær 2.000 ár.

Víða stendur fólki að sjálfsögðu til boða að ganga í hjónaband hjá sýslumanni en hefðir og trúarsetningar flækja málið þegar fólk vill fá blessun kirkjunnar. Sumir talsmenn samkynhneigðra vilja nú reka flóttann, nota tækifærið og hefna fyrir allt það misrétti og hatur sem þeir hafa sem hópur orðið að sætta sig við í hljóði gegnum aldirnar. Þeir ganga jafnvel svo langt að heimta að enginn prestur megi skírskota til sannfæringar sinnar og neita að vígja samkynhneigð pör.

Fordæmir verknaðinn

Margir yfirlýstir hommar og lesbíur eru í röðum kristinna, kaþólska kirkjan hefur lengi sagt að hún fordæmi aðeins samkynhneigð sem slíka, sjálfan verknaðinn en ekki syndarana sjálfa. En óvíst er að sá munur skipti miklu fyrir samkynhneigða í daglegu lífi. Niðurstaðan hefur verið að þeir hafa ekki verið velkomnir í kirkjunni nema þeir iðrist og forðist mök við fólk af eigin kyni.

En Frans páfi vakti mikla athygli skömmu eftir embættistökuna þegar hann gaf í skyn að sjálfur gæti hann hugsað sér að slaka á fordæmingunni. „Hver er ég að setjast í dómarasætið?“ sagði hann.

Í könnunum fer þeim hlutfallslega fækkandi í Bandaríkjunum sem segjast vera kristnir, mörg kristin gildi eru á undanhaldi og kirkjusókn minnkar. Dálkahöfundurinn og hægrimaðurinn David Brooks hjá New York Times er gyðingur en mjög áhugasamur um kristin gildi. Hann segir í grein í liðinni viku að kristnir Bandaríkjamenn skiptist nú í tvo hópa varðandi hjónabönd samkynhneigðra. Stærri hópurinn vilji halda áfram áratuga menningarlegu stríði sem frjálsræðisbyltingin í kynferðismálum hafi hrundið af stað. Hinn vilji draga sig í hlé en halda loga trúarinnar við þótt umheimurinn fari nú í bili að trúa aftur á stokka og steina en ekki Guð.

Brooks bendir á að þessi menningarbarátta hafi gert stóra hluta þriggja kynslóða fráhverfa allri trú. En kristni sé fleira en slagur um kynferðismál. Fórnfúst fólk vinni undir merki krossins að margvíslegu uppbyggingarstarfi í fátækrahverfum þar sem upplausn ríki, andleg og veraldleg fátækt herji, fjölskyldan sé brotin og marga þyrsti eftir einhverri merkingu með lífinu.

Brooks segir að deilan um kynferðismál verði ekki leyst á næstunni. „Raunhæfari barátta snýst um að lagfæra samfélag sem hefur sundrast í öreindir, er harkalegt og ómannúðlegt. Fólk með íhaldssöm þjóðfélagsviðhorf hefur alla burði til að lagfæra þennan samfélagsvef og vera boðberar kærleika, virðingar, innlifunar, samneytis við aðra og náðar.“

Sunnudagsblaðið
Sunnudagsblaðið

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Borðstofuborð og 6 stk stólar með pullum.
Borðstofuborð með snúningsplötu b 150 og 6 stk stólar með pullum 38%afsl k...
Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...