Sumir mega bæði elska og sofa hjá

Hjónabönd para af sama kyni eru nú leyfð í öllum ...
Hjónabönd para af sama kyni eru nú leyfð í öllum ríkjum Bandaríkjanna. AFP

Meirihluti sambandsríkjanna 50 í Bandaríkjunum hefur nú heimilað samkynhneigðu fólki að ganga í hjónaband og hefur hæstiréttur í Washington nú staðfest þann rétt þess. Þróunin hefur verið hröð vestanhafs og í Evrópu; æ fleiri þjóðir líta á það sem klárt óréttlæti að skerða réttindi samkynhneigðra í þessum efnum sem öðrum. Ungt fólk á erfitt með að skilja hvernig hægt sé að verja mismunun sem byggist eingöngu á ólíkri kynhneigð. Samkynhneigð er fyrirbæri sem þekkst hefur í öllum menningarsamfélögum og er einnig vel þekkt í dýraríkinu.

En hvað á kristið fólk að gera, er ekki ljóst að í Biblíunni er lagt bann við kynmökum tveggja einstaklinga af sama kyni?

Vandinn er að lítið er minnst á þessi mál í ritinu og eins og ávallt í svo gömlum ritum er oft hægt að deila um túlkun, en ummælin virðast samt öll afar neikvæð. Samkynhneigð er sögð vera synd, ekki ein af dauðasyndunum sjö en samt synd. Kristur segir þó ekkert sjálfur um samkynhneigð.

Bent hefur líka verið á að ef menn ákveði að haga sér ávallt í samræmi við þrönga bókstafstúlkun Biblíunnar myndi margt breytast. Kollsteypur yrðu óhjákvæmilegar. Í boðorðunum 10, nánar tiltekið öðru boðorðinu, eru skýr fyrirmæli um að ekki skuli gera líkneski eða myndir af lifandi verum. Sem hlýtur þá að merkja að eyða beri öllum listaverkum af því tagi í kirkjum – munum sem kristnar kirkjur hafa státað af í nær 2.000 ár.

Víða stendur fólki að sjálfsögðu til boða að ganga í hjónaband hjá sýslumanni en hefðir og trúarsetningar flækja málið þegar fólk vill fá blessun kirkjunnar. Sumir talsmenn samkynhneigðra vilja nú reka flóttann, nota tækifærið og hefna fyrir allt það misrétti og hatur sem þeir hafa sem hópur orðið að sætta sig við í hljóði gegnum aldirnar. Þeir ganga jafnvel svo langt að heimta að enginn prestur megi skírskota til sannfæringar sinnar og neita að vígja samkynhneigð pör.

Fordæmir verknaðinn

Margir yfirlýstir hommar og lesbíur eru í röðum kristinna, kaþólska kirkjan hefur lengi sagt að hún fordæmi aðeins samkynhneigð sem slíka, sjálfan verknaðinn en ekki syndarana sjálfa. En óvíst er að sá munur skipti miklu fyrir samkynhneigða í daglegu lífi. Niðurstaðan hefur verið að þeir hafa ekki verið velkomnir í kirkjunni nema þeir iðrist og forðist mök við fólk af eigin kyni.

En Frans páfi vakti mikla athygli skömmu eftir embættistökuna þegar hann gaf í skyn að sjálfur gæti hann hugsað sér að slaka á fordæmingunni. „Hver er ég að setjast í dómarasætið?“ sagði hann.

Í könnunum fer þeim hlutfallslega fækkandi í Bandaríkjunum sem segjast vera kristnir, mörg kristin gildi eru á undanhaldi og kirkjusókn minnkar. Dálkahöfundurinn og hægrimaðurinn David Brooks hjá New York Times er gyðingur en mjög áhugasamur um kristin gildi. Hann segir í grein í liðinni viku að kristnir Bandaríkjamenn skiptist nú í tvo hópa varðandi hjónabönd samkynhneigðra. Stærri hópurinn vilji halda áfram áratuga menningarlegu stríði sem frjálsræðisbyltingin í kynferðismálum hafi hrundið af stað. Hinn vilji draga sig í hlé en halda loga trúarinnar við þótt umheimurinn fari nú í bili að trúa aftur á stokka og steina en ekki Guð.

Brooks bendir á að þessi menningarbarátta hafi gert stóra hluta þriggja kynslóða fráhverfa allri trú. En kristni sé fleira en slagur um kynferðismál. Fórnfúst fólk vinni undir merki krossins að margvíslegu uppbyggingarstarfi í fátækrahverfum þar sem upplausn ríki, andleg og veraldleg fátækt herji, fjölskyldan sé brotin og marga þyrsti eftir einhverri merkingu með lífinu.

Brooks segir að deilan um kynferðismál verði ekki leyst á næstunni. „Raunhæfari barátta snýst um að lagfæra samfélag sem hefur sundrast í öreindir, er harkalegt og ómannúðlegt. Fólk með íhaldssöm þjóðfélagsviðhorf hefur alla burði til að lagfæra þennan samfélagsvef og vera boðberar kærleika, virðingar, innlifunar, samneytis við aðra og náðar.“

Sunnudagsblaðið
Sunnudagsblaðið

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

Í gær, 20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

Í gær, 18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

Í gær, 18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

Í gær, 18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

Í gær, 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

Í gær, 17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

Í gær, 17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

Í gær, 18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

Í gær, 17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

Í gær, 16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Hauststemmning í Biskupstungum ...
Hlý og falleg sumarhús til leigu alla daga og helgar. Gisting fyrir 6. Heit laug...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...