18 risakefli með jarðstrengjum flutt í Fitjalínu 2 til Helguvíkur

Stóra flutningabíla þurfti til að flytja kefli með jarðstrengnum til …
Stóra flutningabíla þurfti til að flytja kefli með jarðstrengnum til Suðurnesja, alls 18 kefli. Hvert þeirra vó 17 tonn. Ljósmynd/Landsnet.

Áætlað er að hefja lagningu Fitjalínu 2, 132 kílóvolta (kV) jarðstrengs frá Fitjum til Helguvíkur, í þessari viku.

Framkvæmdir við slóðagerð, þveranir og skurðgröft hófust í maíbyrjun og fyrir helgi voru 18 risakefli með jarðstrengsefni, sem hvert vegur um 17 tonn, flutt með stórum trukkum frá Sundahöfn út á Reykjanes.

Samkvæmt frétt Landsnets sér Ístak um lagningu jarðstrengsins og er miðað við að framkvæmdum verði lokið í septembermánuði næstkomandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert