Áhuginn á Íslandi eykst á sama tíma og bóla springur

Samráðsfundur um fríverslunarsamning Íslands og Kína var haldinn í síðustu …
Samráðsfundur um fríverslunarsamning Íslands og Kína var haldinn í síðustu viku. Ár er liðið síðan samningurinn tók formlega gildi. Ljósmynd/Utanríkisráðuney

Á sama tíma og uppgangur kínverskra aðila hérlendis hefur verið eitt helsta umfjöllunarefni fjölmiðla er gríðarstór bóla á kínverska hlutabréfamarkaðinum að springa.

Undanfarinn hálfan mánuð hefur jafnvirði 3 þúsund milljarða dala horfið eins og dögg fyrir sólu á hlutabréfamarkaðinum. Jafnast það á við þriðjung landsframleiðslu Kína.

Eftir að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Kína tók gildi hefur áhugi Kínverja á landinu aukist. Kína er nú stærsta viðskiptaland Íslands í Asíu og fimmta stærsta innflutningslandið, að því er fram kemur í fréttaskýringu og umfjöllun um viðskipti Íslendinga og Kínverja í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert