Ljósmyndunarfrelsi innan ESB í hættu

Verður það lögbrot að mynda Hallgrímskirkju eins og þessir ferðamenn …
Verður það lögbrot að mynda Hallgrímskirkju eins og þessir ferðamenn gera? mbl.is/Golli

Tillaga laganefndar innan Evrópuþingsins gæti gert leyfisskylt að taka myndir af öllum höfundaréttarvörðum verkum á almannafæri.

Víðtæk andstaða er við málið á netinu og hvatt til aðgerða. Afleiðingar löggjafarinnar eru sagðar alvarlegar og snerta bæði atvinnuljósmyndara og almenning.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands  málið „fáránlegt“ og alvarlegt áfall fyrir ljósmyndun gangi löggjöfin í gegn. Flestir sem mundað hafa snjallsíma yrðu lögbrjótar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert