Sneri við til að sækja farþega

Vagninn stoppaði alla aðra umferð um veginn.
Vagninn stoppaði alla aðra umferð um veginn. mbl.is

Bilstjórinn sem sneri strætisvagni við á miðjum veginum út á Kjalarnes fyrir helgi var að sækja farþega sem honum hafði yfirsést. Þetta segir framkvæmdastjóri Strætó bs. Jóhannes Rúnarsson.

„Hann sneri við og fór á biðstöðina sem var næst á undan. Þegar hann sneri við var hann búinn að líta vel í allar áttir og sá ekki bíl það nálægt að það væri nein hætta á ferðum þó svo að auðvitað sæi hann bíla koma. Það stoppuðu sem betur fer flestir og sumir bara fengu sér að borða greinilega sem er bara gott,“ segir Jóhannes og vísar til viðmælanda mbl.is sem torgaði rækjusamloku, sykurlausu appelsíni og litlu prins póló stykki á meðan hann beið þess að vagninn sneri við.

„Við treystum okkar bílstjórum til að fara varlega enda mjög vanir menn og hann taldi sig hafa gert það.“

En hefði hann ekki átt að keyra lengra og snúa við á vörubílastæðinu framundan eða einhvers staðar þar sem slíkur viðsnúningur er hreinlega ekki ólöglegur?

„Eflaust. Við báðum hann um að fara varlega næst þegar hann gerir þetta og eflaust finna betri stað til að snúa við. Ég ætla ekkert að taka af um það en hann taldi sig hafa snúið við eins varlega og hægt var, tók bara þessa ákvörðun og sem betur fer kom ekkert fyrir. Við auðvitað mælumst til að þeir geri þetta helst ekki en þetta gerðist og það er bara svo.

Fréttir mbl.is: 

Sneri við á miðjum veginum

„Ég þurfti að snarhemla“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert