Sólheimar fögnuðu 85 ára afmæli sínu

Arna Einarsdóttir og Björg Jónsdóttir báru ljós inn í Ægisbúð.
Arna Einarsdóttir og Björg Jónsdóttir báru ljós inn í Ægisbúð. Ljósmynd/Pétur Thomsen

Sólheimar í Grímsnesi héldu upp á 85 ára afmæli sitt með pomp og prakt um helgina, í blíðskaparveðri.

Lauslega áætlað komu 400-500 manns saman á svæðinu og samglöddust í tilefni afmælisins en einnig var þess minnst að 30 ár eru liðin frá Íslandsgöngu Reynis Péturs sem talin er marka tímamót í sögu Sólheima.

Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, var hæstánægður með daginn sem hann sagði hafa gengið að óskum.

Skóflustunga að verslun, listhúsi og félagsaðstöðu. Guðmundur Ármann framkvæmdastjóri Sólheima, …
Skóflustunga að verslun, listhúsi og félagsaðstöðu. Guðmundur Ármann framkvæmdastjóri Sólheima, Árni Friðriksson arkitekt, Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Grímur Sæmundssen, Helgi Magnússon og Reynir Pétur, íbúi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert