Þungbúið en hlýtt

Þó svo að sólin skíni ekki þá er gott að …
Þó svo að sólin skíni ekki þá er gott að bregða sér í sund. mbl.is/Golli

Það fer ekki mikið fyrir sólinni á Íslandi nú í morgunsárið en víða um land er hlýtt. Hlýjast vestan til á landinu og í innsveitum norðanlands. Það er hins vegar spáð heiðskíru víða á morgun, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Veðurspá Veðurstofu Íslands:

Norðaustan og austan 3-13 m/s. Léttir heldur til í dag, en þokuloft eða súld við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast vestantil og í innsveitum norðanlands.

Á þriðjudag:

Norðaustan 5-13 m/s, en hægari suðvestanlands. Víða léttskýjað vestantil, annars skýjað og smáskúrir. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á miðvikudag:
Norðan 3-8 og bjart með köflum, en skýjað austanlands. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast á Suður- og Vesturlandi.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt og bjartviðri suðvestanlands, en skýjað og dálítil væta fyrir norðan og austan. Hiti 4 til 15 stig, mildast suðvestantil en kaldast á norðaustanverðu landinu.

Á föstudag og laugardag:
Norðaustlæg átt og víða skúrir, en bjart með köflum suðvestanlands. Hiti 5 til 13 stig, mildast á Suður og Vesturlandi.

Á sunnudag:
Útlit fyrir norðanátt með rigningu norðaustan- og austanlands, annars úrkomulítið.

Sjá nánar á veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert