Kuldapollur á leiðinni yfir landið

Kalt er framundan á Norðausturlandi.
Kalt er framundan á Norðausturlandi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eftir hreint ágæta tíð þar sem hitinn á suðvesturhorninu hefur verið nokkur er nú von á kaldari tíð, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings og áhugamanns um veður.

Segir hann að von sé á norðlægri átt. „Suðvesturland sleppur þó væntanlega vel – og sem stendur er ekki spáð teljandi illviðri með kuldanum á Norðausturlandi – en skýjað veður, með dálítilli rigningu og súld og hita vel innan við 10 stig er aldrei vinsælt á þessum tíma árs,“ segir Trausti á bloggi sínu.

Sjá veðurvef mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert