Mega leigja öðrum einkabílinn

Einstaklingum er nú heimilt samkvæmt nýsamþykktum lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja að leigja út skráningarskylt persónulegt ökutæki sitt með milligöngu sérstakrar einkaleigu eða leigumiðlunar.

Samkvæmt frumvarpinu er hverjum einstaklingi þó aðeins heimilt að leigja út tvö skráningarskyld ökutæki og er gerð krafa um að ökutækið sé skráð í notkunarflokk ökutækjaleiga hjá Samgöngustofu. Ennfremur þurfa slíkar einkaleigur að hafa gilt starfsleyfi frá stofnuninni og er krafist umsagnar frá sveitarstjórn áður en leyfið er veitt. Þá má starfsemin ekki fela það í sér að umrætt ökutæki séu geymd á starfsstöð leigunnar.

Lögunum er fagnað í yfirlýsingu frá einkabílaleigunni Viking Cars sem hóf rekstur fyrir ári síðan. Með lagabreytingunni geti einstaklingar betur mætt kostnaði við rekstur einkabíla sinna. Bent er á að Íslendingar eigi einn elsta bílaflota innan OECD-landanna og að deilihagkerfið svonefnt geti hjálpað við að snúa þeirri þróun við.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert