Of lítil hækkun og of seint

mbl.is/Ómar

Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að 8,9% hækkun almannatrygginga, einkum elli- og örorkulífeyris, frá næstu áramótum, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað í fésbókarfærslu, sé of lítil og eigi að koma til framkvæmda of seint, eða átta mánuðum eftir að kjarasamningar tókust á almennum vinnumarkaði.

„Nú voru lágmarkslaun að hækka um 31 þúsund krónur 1. maí sl. og mér sýnist, miðað við það að hækkunin hjá þeim sem eru á strípuðum bótum, hvort sem þeir búa einir eða með öðrum, væri á bilinu 16 þúsund til 20 þúsund krónur, um næstu áramót,“ segir Halldór í Morgunblaðinu í dag.

Halldór segist telja að þessi boðaða 8,9% hækkun til bótaþega þyrfti að koma til framkvæmda frá 1. maí sl. ef hún ætti að fylgja almennum kjarasamningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert