Vilja opna á verktakayfirlýsingu

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök atvinnulífsins (SA) og Rio Tinto Alcan leggja áherslu á að opna fyrir verktökum á álverssvæðinu í Straumsvík. Slíkt getur kostað uppsagnir á starfsmönnum sem nú eru í starfi.

SA, Rio Tinto Alcan og verkalýðsfélög starfsmanna álversins funda næst í kjaradeilu sinni á föstudag en SA og Rio Tinto slitu viðræðum í síðustu viku.

Fyrir utan að vilja samning svipaðan þeim sem samið hefur verið um á almenna vinnumarkaðnum vilja verkalýðsfélögin að ákvæðið um verktakayfirlýsingu í samningnum undir fylgiskjali 1 verði tekið út úr viðræðunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert