Framkvæmdir af stað á þessu ári

Beðið er eftir umhverfismati Skipulagsstofnunar á Hvammsvirkjun áður en framkvæmdaleyfi …
Beðið er eftir umhverfismati Skipulagsstofnunar á Hvammsvirkjun áður en framkvæmdaleyfi verður veitt.

Framkvæmdir við Þjórsá, þar sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð, gætu hafist í lok þessa árs ef tilskilin leyfi fást.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Landsvirkjunar til Morgunblaðsins og er þar vísað til framkvæmda við vegagerð og aðstöðusköpun.

Stefnt er að því að útboð á byggingarhluta virkjunarinnar og véla- og rafbúnaði hennar fari fram í upphafi næsta árs. Framkvæmdir við virkjunina hefjast vorið 2016 gangi áform Landsvirkjunar eftir, en með undirbúningsframkvæmdum er heildarverktími áætlaður þrjú og hálft ár, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert