Fyrsta rafknúni hvalaskoðunarbáturinn

Húsavík.
Húsavík. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Á sunnudaginn verður fyrsti rafknúni hvalaskoðunarbáturinn tekin í notkun hjá Norðursiglingu á Húsavík, en það er tvímastra skonnortan Opal. Með tilkomu þessa skips er stigið þýðingarmikið skref í vistvænum samgöngum ekki bara hér á landi heldur á heimsvísu því þetta mun vera fyrsta rafknúna skipið sem er með skrúfubúnað sem jafnframt getur hlaðið orku inn á geymana þegar skipið siglir fyrir seglum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Búnaðurinn hefur verið í þróun um nokkurn tíma í samstarfi fjölda innlendra og erlendra aðila, eins og Caterpillar, Wave Propulsion og Naust Marine. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun ræsa nýja rafkerfið formlega en þarna verða einnig fulltrúar þeirra fjölmörgu samstarfs- og styrktaraðila sem koma að verkefninu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert