Hótel missa tekjur til erlendra aðila

Ferðamenn nota netið mikið til bókunar á gistingu.
Ferðamenn nota netið mikið til bókunar á gistingu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Sýnileika hótela í Reykjavík á netinu er ábótavant og afleiðingin er sú að Íslendingar verða af töluverðum fjárhæðum vegna þess. Í rannsókn minni er áætlað að tekjur erlendra bókunarþjónusta séu á bilinu 2,8-4,1 milljarður fyrir árið 2014.“

Þetta segir Hermann Valsson í Morgunblaðinu í dag, en lokaritgerð hans í ferðamálafræði fjallaði um sýnileika reykvískra hótela á Google-leitarvélinni.

Franska samkeppniseftirlitið áætlar að 34% af öllum hótelbókunum fari fram á netinu og þar af fari 70% fram í gegnum stóru bókunarheimasíðurnar s.s. Tripadvisor, booking.com eða expedia.com. Enn fremur að þóknun þeirra sé á bilinu 10-30% af uppsettu verði hótela. Þar skiptir því máli að vera sýnilegur á Google, því að þangað fara flestir til þess að ná sér í upplýsingar um hvar hægt er að bóka hótel, að því er fram kemur í samtalinu við Hermann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert