Raufarhöfn og Byggðastofnun semja

Frá Raufarhöfn.
Frá Raufarhöfn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Byggðastofnun og Raufarhöfn hafa undirritað áframhaldandi samstarfssamning undir yfirskriftinni Raufarhöfn og framtíðin.

Samningurinn er fyrir tilstilli verkefnisins Brothættar byggðir, en Raufarhöfn og framtíðin er hluti þess verkefnis og hefur það staðið yfir undanfarin misseri.

Í tilkynningu frá Byggðastofnun segir að verkefnið verði framlengt til loka ársin 2017. Því verður skipt upp í fjóra áfanga og í tilkynningunni segir að Raufarhöfn sigli nú inn í þriðja áfanga að lokinni vinnu við að skýra framtíðarsýn og markmiðssetningu fyrir einstök verkefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert