Viðræður sigldu í strand og enginn lóðs í sjónmáli

Kröfur félagsins byggja á samningi sem er í gildi hjá …
Kröfur félagsins byggja á samningi sem er í gildi hjá Faxaflóahöfnum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Skipstjórnarmenntaðir hafnarstarfsmenn; yfirhafsögumenn, hafsögumenn og hafnarverðir, sem starfa utan Faxaflóahafna, hafa boðað til verkfalls 25. júlí næstkomandi eftir að upp úr slitnaði í kjaraviðræðum þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga á mánudag.

Ægir Steinn Sveinþórsson, sem fer fyrir farmanna- og varðskipasviði Félags skipstjórnarmanna, segir unnið að því að finna lausn á kjaradeilunni. „Það vill enginn fara í verkfall,“ segir hann, en næsti fundur í deilunni er boðaður 20. júlí næstkomandi.

Hann segir að ef komi til verkfalls muni það hafa áhrif á komu skipa sem þurfi leiðsögu að höfn og hafnarþjónustu. Nefnir hann t.d. skemmtiferðaskip í því samhengi, en eins hafi verkfall áhrif á löndun, og inn- og útflutning í gegnum hafnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert