Boðar afnám allra tolla 2017

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra. Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra segist stefna að því að afnema alla tolla, að tollum á matvöru undanskildum, þann 1. janúar 2017.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir fjármálaráðherra að við afnám þeirra tolla sem um ræðir, auk afnáms tolla á fatnað og skó, sem tekur gildi þann 1. janúar nk., verði tekjumissir ríkissjóðs í kringum sex milljarða króna á ári.

Bjarni telur að ekki þurfi að grípa til sérstakra mótvægisaðgerða vegna þessa. Hann segir að þrátt fyrir afnám þessara tolla séu tekjur ríkissjóðs að vaxa. „Þessar aðgerðir eru hugsaðar til þess að lækka vöruverð, auka gegnsæi í verðmyndun, bæta samkeppnishæfni og auka skilvirkni og nýta þannig betur framleiðsluþættina,“ segir Bjarni í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert