Sigmundur fundaði með Donald Tusk

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í morgun með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í höfuðstöðvum ráðsins í Brussel.

Ætlunin er að ræða meðal annars breytta stöðu í sambandi Íslands og Evrópusambandsins eftir að ríkisstjórnin tilkynnti sambandinu í marsmánuði að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki.

Forsætisráðherra hitti Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í gær. 

„Þetta var mjög góður fund­ur, óvenju af­slappaður og skemmti­leg­ur,“ sagði Sig­mund­ur Davíð í sam­tali við mbl.is eftir fundinn, en þeir ræddu meðal annars hvernig þær sæju fyr­ir sér sam­band Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins þegar það væri orðið ljóst að Ísland væri ekki á leið inn í ESB.

Þetta eru fyrstu opinberu fundir forsætisráðherra í Brussel frá því árið 2013.

Frétt mbl.is: „Nú er hægt að ræða framhaldið“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert