„Sé bíl koma fljúgandi á móti mér“

Pétur var að hjóla upp stíginn þegar bíllinn kom fljúgandi …
Pétur var að hjóla upp stíginn þegar bíllinn kom fljúgandi á móti honum. Ljósmynd/Pétur Halldórsson

Pétur Halldórsson, íbúi á Akureyri, varð næstum fyrir bíl þar sem hann hjólaði heim til sín eftir vinnu upp Naustaveg. Einungis mátti muna nokkrum sekúndum að bíll hentist á hann þar sem hann hjólaði sína leið. Pétur deildi þessari reynslu á facebook.

„Ég er að hjóla upp stíginn, meðfram götunni og þá sé ég bíl koma fljúgandi á móti mér. Vegriðið endar þarna nokkru ofar og hallast ofan í jörðina eins og þau gera yfirleitt og bíllinn fer upp á þar akkúrat og virkar þetta eins og stökkpallur. Bíllinn svífur þarna og ég sé hann stefna beint á mig,“ segir Pétur í samtali við mbl.is.

„Ég hendi mér niður í skóginn. Það er rosalega brött brekka þarna við stíginn og þar eru bara tré. Ég ákveð að bjarga lífi mínu og hendi mér fram af. Á meðan ég geri það hefur bíllinn sennilega farið í heila veltu, skellur niður og stoppar á stígnum. Hann fleytir kellingar aðeins áður en hann stoppar.“

Í færslunni á facebook kemur fram að bílstjórinn hafi viðurkennt að hafa verið í símanum þegar bíllinn fór út af veginum. „Það er ótrúlega algengt að fólk sé í símanum og ég sé þetta mjög oft. Ég sé þetta svo vel á hjólinu, þá sé ég fólk með símann í kjöltunni að fikta í honum. Í dag í hádeginu mætti ég stelpu á talsverði ferð og á fullu í símanum. Síðan gerist hitt þegar ég er á leiðinni heim.“

Enginn varð fyrir alvarlegum meiðslum. „Bílstjórinn slapp ómeiddur, virtist bara vera í talsverðu áfalli,“ segir Pétur.

Þegar ég hjólaði í vinnuna í dag sá ég unga stúlku koma akandi bíl á talsverðri ferð. Þar sem hún skaust fram hjá mér sá...

Posted by Pétur Halldórsson on Monday, July 13, 2015
Hann sá engan annan kost en að henda sér niður …
Hann sá engan annan kost en að henda sér niður bratta brekku, til að bjarga sér. Ljósmynd/Pétur Halldórsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert