„Hann kolféll bara“

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Hann kolféll bara. En við því var svo sem að búast eftir umræður síðastliðna daga og vikna,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning við ríkið og segir Kristján að þar sem hjúkrunarfræðingar hafi tjáð óánægju sína með samninginn kröftuglega hafi niðurstaðan ekki koma mikið á óvart.

Kristján kveðst hafa áhyggjur af framvindu mála og þá sérstaklega af þeim uppsögnum sem hafa átt sér stað í röðum hjúkrunarfræðinga. Hann segist lítið geta sagt til um hvernig málinu mun vinda fram að niðurstöðu gerðardóms og segir framhaldið á herðum samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga.

Kristján ræðir þessa dagana við stjórnendur Landspítala um viðbrögð við þessari stöðu og hvernig megi bregðast við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert