„Bannað að gera þarfir sínar“

Ferðamenn skilja fleira eftir sig á Íslandi en bara evrur og dollara. Undanfarið hefur verið hávær umræða um ferðamenn sem ganga örna sinna hvar sem rassinn hvílir. Þá hefur borið á því að túristar séu ófeimnir við að slá upp tjaldbúðum við opinberar byggingar, en taki lítið tillit til umhverfis síns.

Frétt mbl.is: Gista á skólalóðum og bílastæðum

„Það er búið að markaðssetja Ísland þannig að það þurfi ekki að borga fyrir neitt hérna, segir Ástdís Kristjáns­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri Gull­foss Kaffi, við mbl.is. Ferðamaður kvartaði yfir því að klósettin við Gullfoss hefðu verið subbuleg og velti fyrir sér hvort þau væru þrifin sjaldan.

Frétt mbl.is: Ferðamenn „míga og skíta“ við Gullfoss

Í tilefni af þessu tók skiltagerðarfyrirtækið Ferró sig til og útbjó skilti til að mæta þessu áður ófyrirséða vandamáli.

Sjá nánar: Vaxtarverkir í ferðaþjónustu

Hrafn Heiðdal hjá Ferró skiltagerð sendi mbl.is þessa mynd, sem segir eiginlega meira en þúsund orð. Fjöldi fyrirspurna barst fyrirtækinu eftir að mynd af skiltinu var birt á Facebooksíðu Ferró.

Segið svo að túristinn skilji ekki eitthvað eftir sig!!

Posted by Ferró skiltagerð on Friday, July 10, 2015

Sögurnar sem berast þeim til eyrna frá aðilum í ferðaþjónustu sem hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum ferðamönnum eru oft ansi skrautlegar. Eins slík rataði á síður mbl.is, þar sem ferðamenn sáu sér ekki annan kost en að gera þarfir sínar undir berum himni, meðal annars á vígðri grund.

Frétt mbl.is: Gera þarfir sínar í kirkjugarðinum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert