Lokun gjörgæslu yfirvofandi

Deildarstjóri á gjörgæsludeild í Fossvogi segir deildina verða óstarfhæfa gangi …
Deildarstjóri á gjörgæsludeild í Fossvogi segir deildina verða óstarfhæfa gangi uppsagnir eftir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gangi uppsagnir hjúkrunarfræðinga eftir stefnir í að deildir innan Landspítala verði óstarfhæfar. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir 60% hjúkrunarfræðinga þar hafa sagt upp störfum. Hún sér ekki fram á að deildin geti starfað verði af þeim uppsögnum en það þurfi tveggja ára sérfræðinám til þess að starfa á gjörgæsludeild. Fundað verður um ástandið á næstu dögum og athugað hvað verði hægt að gera. Hætt sé við að spítalinn lamist gangi þetta eftir.

Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga, 88,4% greiddra atkvæða, hafnaði í gær samningi stéttarfélags þeirra við ríkið. Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, segir niðurstöðuna í takt við áherslur félagsins í viðræðunum. Stjórnvöld verði að bregðast við kröfu félagsins um að grunnlaun hjúkrunarfræðinga verði sambærileg við grunnlaun annarra stétta háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins.

Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson segja niðurstöðuna ekki koma sér á óvart, enda hafi enginn talað fyrir samþykki samningsins af hálfu FÍH og óánægja hjúkrunarfræðinga verið ljós. Næsta skref í málinu sé að bíða niðurstöðu gerðardóms. Því er stjórn FÍH ósammála en Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, segir því verða skotið til dómstóla eigi að taka málið fyrir hjá gerðardómi. Félagið vill fá samninganefnd ríkisins aftur að borðinu og semja um málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert