Ræða lokun neyðarbrautar

Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin beint framundan.
Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin beint framundan. mbl.is/Árni Sæberg

Lokun svonefndrar neyðarbrautar (norðaustur-suðvesturbrautar 06/24) Reykjavíkurflugvallar og endurskoðun skipulagsreglna fyrir Reykjavíkurflugvöll er á dagskrá fundar borgarráðs Reykjavíkur í dag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Undir öðrum lið á að ræða um áhættumat vegna lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, að því er fram kemur í blaðinu í dag.

Auk þess á að ræða málefni Valsmanna hf. og Hlíðarendareits undir sérstökum lið. Ekki fengust nánari upplýsingar um málin enda gögn þeim viðvíkjandi bundin trúnaði fram yfir fundinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert