Verktöku fylgja vandkvæði

Um það bil 260 starfsmenn hafa sagt upp störfum á …
Um það bil 260 starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. mbl.is/Golli

Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir fyrri reynslu spítalans af kaupum á verktakaþjónustu ekki góða. Spítalinn hafi reitt sig talsvert á bæði innlendar og erlendar starfsmannaleigur á tímabilinu 2004-2008. „Þetta er nokkuð sem við höfum ekki kosið að gera. Það fylgja þessu ákveðin vandkvæði.“ Álag á fasta starfsmenn hafi aukist mikið og erfiðlega gengið að sinna ýmsum hlutverkum spítalans eins og kennslu og faglegri þróun. „Það mæddi mikið á starfsfólki okkar þegar við reiddum okkur mikið á starfsmannaleigur.“

Í Morgunblaðinu í dag segir Sigríður það verða dýrara en ella að kaupa inn verktaka, þó þeir væru innlendir. „Það er alveg ljóst í mínum huga, t.d. vegna tryggingamála og annars slíks sem myndi verða viðbótarkostnaður. Þannig að þetta er ekki fýsilegur kostur fyrir okkur.“

Verði að auka hlutfall erlends starfsfólks, sem fyrirséð er að þurfi að gera gangi uppsagnir eftir, getur Sigríður ekki útilokað að það bitni á þjónustu við sjúklinga, sérstaklega sökum tungumálaörðugleika. 

Sigríður segir stjórnendur spítalans enn binda vonir við að lausn finnist á deilunni.  Um það bil 260 starfsmenn hafi sagt upp störfum og Sigíður sér enga einfalda lausn á því vandamáli, gangi uppsagnirnar eftir. Allt að hundrað stöðugildi hafi verið ómönnuð þegar uppsagnirnar hófust og því sé það brýnt að halda í sem flesta starfsmenn. Ástandið sé veruleg ógn við starfsemi spítalans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert