Fóru hringinn á rafmagni

Þeir Gísli, Tómas og Guðjón Hugberg við Tesluna við komuna …
Þeir Gísli, Tómas og Guðjón Hugberg við Tesluna við komuna til Akureyrar í dag.

Íslandsmet var slegið þegar Gísli Gíslason og félagar renndu í hlað á Akureyri á Tesla Model S bifreið, tæpum 30 klukkustundum eftir að þeir lögðu af stað þaðan og óku hringinn. Fyrra met í akstri á rafbíl í kringum landið var sex dagar. Gísli segir að ferðin hafi gengið eins og í sögu.

Ferðin hófst kl. 9:38 í gærmorgun frá KEA-hótelinu á Akureyri og endaði á sama stað á slaginu kl. 15 í dag, og tók hún 29 klukkustundir og 22 mínútur. Metið hefði geta verið enn meira afgerandi en þeir félagar tóku því rólega seinni hluta hringferðarinnar.

„Við ákváðum þegar við sáum að þetta myndi ganga upp að það var svo gott veður og við vorum að aka fram hjá Jökulsárlóni um miðnætti að það væri glæpur að aka fram hjá. Það var svo rosalega fallegt að við ákváðum að stoppa, njóta og taka myndir,“ segir Gísli sem er eigandi rafbílasölunnar Even.

Voru með hleðslustöð á stærð við nestisbox

Teslan fer um fimm hundruð kílómetra á einni hleðslu. Eins og sagt hefur verið frá á mbl.is eru aðeins fjórar hraðhleðslustöðvar utan höfuðborgarsvæðisins og allar eru þær á suðvesturhorni landsins. Gísli segir að þeir félagar hafi haft hleðslustöð með sér í ferðina sem gerði þeim kleift að fara svo hratt um landið. Hún er á stærð við nestisbox og gerði þeim kleift að hlaða bílinn á þremur tímum með þriggja fasa rafmagni í stað 6-8 tíma.

Þeir hlóðu bílinn aðeins fjórum sinnum á leiðinni; á Egilsstöðum, á Flatey á Mýrum, við Hótel Rangá og í hraðhleðslustöð ON í Borgarnesi. Gísli segir að það hafi tekið þrjá tíma að hlaða nema á hraðhleðslustöðinni þar sem það tók um tvo tíma. 

Þeir Tómas Kristjánsson og Guðjón Hugberg Björnsson voru með í hringferðinni. Guðjón Hugberg var einn þeirra sem átti fyrra met þegar hann ásamt tveimur félögum úr Háskólanum í Reykjavík fóru hringinn á rafbíl sem þeir smíðuðu á sex dögum árið 2010. Ekki er vitað til þess að nokkur annar hafi farið hringinn á rafbíll fyrr eða síðar.

Leiðin sem félagarnir óku á rafbílnum og staðirnir sem þeir …
Leiðin sem félagarnir óku á rafbílnum og staðirnir sem þeir stoppuðu til að hlaða.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert