„Það fá allir að nota klósettið“

Reynisdrangar og Reynisdrangar laða ferðamann að Vík í Mýrdal, enda …
Reynisdrangar og Reynisdrangar laða ferðamann að Vík í Mýrdal, enda fegurðin mikil. mbl.is/Jónas

Elías Guðmundsson er hótelstjóri á Icelandair hótelinu í Vík og rekur einnig Víkurskála. Hann kom af fjöllum þegar blaðamaður mbl.is spurði hann hvort hann væri þreyttur á ferðamönnum sem kæmu í Víkuskála, notuðu klósettið en keyptu sér engar veitingar á staðnum.

„Hvar í ósköpunum heyrðirðu þetta, drengur minn? Ég er mjög líbó á því að það fá allir að nota klósettið, hvort sem þeir skipta við mig eða ekki. Ég er algjörlega mótfallinn því að gjaldtaka klósettferðir eitthvað sérstaklega þegar verið er að selja þjónustu. Ég kannast því ekki við þetta. Ég veit að það er mikið af fólki sem notar klósettið og kaupir ekkert en það kaupir bara af einhverjum öðrum í sveitarfélaginu og þannig njóta allir góðs af því,“ segir Elías.

Hann segir að það sé mjög mikið að gera í Vík og ferðamenn streymi á staðinn. „Við erum þriðji fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi. Það er gríðarlega mikið af hópum sem stoppa hér og á mesta ferðamannatímanum eru þetta 40-50 rútur á dag.“ Vinsælt sé að kíkja við í Vík í stutta stund og skoða helstu staðina á svæðinu. „Fólk staldrar við og fær sér stuttan hádegismat, fara að því loknu inn í Víkjurprjón og hlaupa síðan um fjöruna og taka myndir af Dröngunum áður en ferðinni er haldið áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert