Lá við stórslysi í Hvalfjarðargöngum

Eins og sjá má á myndskeiðinu lá við stórslysi í …
Eins og sjá má á myndskeiðinu lá við stórslysi í göngunum. Skjáskot af Youtube

Gámur á flutningabíl lenti harkalega á hæðarslá yfir suðurmunna Hvalfjarðarganga að kvöldi síðastliðins fimmtudags, 16. júlí. Dramatísk mynd úr eftirlitskerfi ganganna sýnir að þar lá við stórslysi en sem betur ber héldu tvær af þremur stálkeðjum 600 kg þungum stálbitanum uppi eftir áreksturinn. Farmur bílsins var vel yfir löglegri hæð, sem er 4,2 metrar.

Upptaka úr eftirlitskerfinu er birt á vef Spalar til að sýna mögulegar afleiðingar þess ef bílstjórnar og farmflytjendur gæta þess ekki að hæð á farmi í flutningum sé innan ramma laga og reglna. Jafnframt er augljóst að aðrir bílstjórar ættu að gæta þess í öryggisskyni að hafa gott bil framan við sig þegar þeir fara á eftir flutningabílum undir brýr í samgöngukerfinu eða hæðarslár í Hvalfjarðargöngum, segir í frétt Spalar.

Þetta umrædda atvik átti sér stað á fimmtudagskvöldið var. Flutningabíll á suðurleið lenti af miklu afli á hæðarslánni þvert yfir akbrautum við suðurmunna ganganna, stálbita sem er í yfir 4,2 metra hæð. Bitinn var skrúfaður fastur með stálboltum í sæti beggja vegna og hékk auk þess í þremur digrum stálkeðjum. Þessum bita eða hæðarslá er ætlað marka löglega hámarkshæð farms og verja jafnframt allan þann raf- og fjarskiptabúnað sem er í lofti ganganna.

Við höggið slitnuðu boltar beggja vegna, bitinn losnaði og sleit eina af öryggiskeðjunum en til þess þurfti margra tonna átak. Bitinn sveiflaðist við höggið upp í kapalkerfi ganganna, rauf þar straum og sló niður eftirlitsmyndavél sem sést skoppa eftir malbikinu augnabliki áður en næsta bíl ber þar að.

Til allrar hamingju slitnaði aðeins ein öryggiskeðjan, augljóslega þarf ekki að hafa mörg orð um hvað hefði getað gerst þarna ef fleiri keðjur hefðu gefið sig og bitinn fallið niður, allur eða annar endi hans, segir í frétt Spalar um málið.

Frétt mbl.is:

„Við mælum alls ekki með þessu“

Lækka sig til að komast í göngin

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/NayKjZPa5gc" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert