ISAVIA svarar Vigdísi Hauks

Farþegum sem fara um keflavíkurflugvöll fjölgar árlega
Farþegum sem fara um keflavíkurflugvöll fjölgar árlega mbl.is/Sigurgeir

Allir flugvellir hafa sína álagstíma þar sem iðulega eru lengri raðir. Fáar flugstöðvar, ef nokkrar, eru byggðar miðað við mestu álagstíma sólarhringsins og mestu álagsdaga ársins og er bið í öryggisleit og innritun því ekki óeðlileg á þessum mestu álagstímum.

Svo segir í yfirlýsingu sem ISAVIA sendir frá sér í kjölfar Facebook-færslu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns. Þar gagnrýnir Vigdís andrúmsloftið í Leifsstöð og segir hún ISAVIA bera ábyrgð á því.

Í yfirlýsingunni segir að ISAVIA fylgist með biðröðum og leitast á öllum tímum við að minnka biðtíma farþega þar sem því verður við komið. 

Þegar ástandið var verst í byrjun júlí voru samtals biðraðir í innritun og öryggisleit 90 mínútur, samkvæmt mælingum ISAVIA að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Þar segir að á þeim dögum hafi staðið yfir uppsetning á öryggisleitarlínum sem hafa tafist vegna vandamála hjá framleiðanda. 

Eftir þessa tvo-þrjá daga í júlí þar sem biðraðir voru lengstar hefur heildarbiðtími langflestra farþega verið undir 60 mínútum og raunar yfirleitt undir 30 mínútum samtals í innritun og öryggisleit. Til samanburðar má nefna að biðtími í röð á Kaupmannahafnarflugvelli er oft á annan klukkutíma á mestu álagstímum nú í sumar.

Einnig kemur fram í yfirlýsingu ISAVIA að farþegum hafi fjölgað gríðarlega, um 20 prósent á ári, og að gert sé ráð fyrir því að 4,7 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugöll í ár. 

Yfirlýsinguna er hægt að lesa í heild sinni hér.

Vigdís Hauks segir „súrríalískt andrúmsloft“ í Leifsstöð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert