Hiti 6-15 stig í dag

Hitaspá kl. 12 í dag.
Hitaspá kl. 12 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands spáir norðaustlægri eða breytilegri átt, yfirleitt 3-8 m/s. Skýjað með köflum V-lands og á S-verðum Vestfjörðum, en annars skýjað og dálítil væta. Víða úrkomumeira um tíma seinnipartinn. Svipað veður á morgun. Hiti 6 til 15 stig að deginum, hlýjast V-lands.

Veðurhorfur næstu daga:

Á mánudag:
Hæg norðlæg átt eða hafgola, skýjað með köflum A-til, en skúrir um landið SV-vert, einkum síðdegis. Hiti 7 til 14 stig.

Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og skúrir, einkum S- og SV-til síðdegis. Skýjað að mestu N-lands, en úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s eða hafgola og skúrir, einkum S- og SV-til síðdegis. Skýjað að mestu N-lands, en úrkomulítið. Hiti 6 til 12 stig.

Á fimmtudag:
Austlæg átt 5-13 m/s, hvassast og væta syðst, en annars úrkomulítið. Fremur svalt.

Á föstudag:
Norðlæg átt með vætu fyrir norðan og einnig syðst en þurrt að kalla annars staðar. Hiti 5 til 10 stig.

Á laugardag:
Útlit fyrir norðaustanstrekking á Vestfjörðum, en annars mun hægari. Dálítil væta fyrir norðan, en þurrt syðra. Fremur kalt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert