Þyrla sótti veikan í Húsafell

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 2.50 í nótt til að sækja veikan einstakling í Húsafell. Líkt og venja er var læknir með í för en þyrlan lenti í Reykjavík kl. 4.20 og var viðkomandi fluttur á Borgarspítala. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir.

Þá var tilkynnt um neyðarblys í nótt. Viðkomandi var staddur í Húsafelli en taldi sig hafa séð neyðarblys á lofti í átt að Arnarvatnsheiði. Málið kom ekki að öðru leyti inn á borð Gæslunnar, en það er í höndum lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert