Aftakaveður í vetur skemmdu garðinn

Verið er að ljúka viðgerð svonefnds Skarfagarðs við Sundahöfn eftir …
Verið er að ljúka viðgerð svonefnds Skarfagarðs við Sundahöfn eftir tjón á garðinum vetur. mbl.is/Styrmir Kári

„Í þessu roki sem geisaði hér frá október og alveg fram í maí síðasta vetur fór þessi garður dálítið illa og nauðsynlegt að endurbyggja hluta hans. Við leggjum í það rétt liðlega þrjátíu milljónir en við höfum lagt metnað í það að Skarfagarðurinn sé aðgengilegur fyrir fólk.“

Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í Morgunblaðinu í dag. Þrátt fyrir að Sundahöfn sé fyrst og fremst vöruflutningasvæði þá er mikill fjöldi fólks sem leggur leið sína þangað og þá sérstaklega að Skarfagarðinum og Skarfaklettinum en Gísli segir að um leið og vel sé gengið frá umhverfinu sæki fólk á svæðið.

Skarfagarðurinn var lagður fyrir rúmlega áratug og er um 320 metra langur og liggur í átt að Viðey en garðurinn hefur það hlutverk að verja Sundahöfn fyrir ölduróti. Leiðin út í vitann sem stendur á við enda garðsins var nánast orðin ófær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert