Bjargað eftir 12 mínútur

Þyrla Landhelgisgæslunar, Gna.
Þyrla Landhelgisgæslunar, Gna. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Tólf mínútum eftir að neyðarkall barst frá áhöfn á brennandi báti austur af Garðskaga hafði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar bjargað þeim frá borði. Mennirnir eru í góðu ásigkomulagi en þeir voru fluttir til Reykjavíkur.

Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í 10 tonna plastbát skammt austur af Garðskaga í gærkvöld. Landhelgisgæslunni bast neyðarkall frá bátnum um hálf ellefu og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang ásamt nærliggjandi bátum auk þess sem björgunarskip Landsbjargar voru send á svæðið með slökkviliðsmenn frá Suðurnesjum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var báturinn kældur og hann dreginn til hafnar í Garði og þaðan í Sandgerði.

Mönnum bjargað úr sjónum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert