„Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“

Björn Þorláksson.
Björn Þorláksson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri vikublaðs, sem Vefpressan hefur keypt, segir ekki koma til greina að halda áfram sem ritstjóri blaðsins eftir söluna.  

Á Facebook síðu sinni segist hann hafa svarað því til í þættinum Harmageddon: „Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson.“

Facebookfærsla Björns Þorlákssonar:

„Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég myndi dansa við Binga ef hann byði mér ritstjórastöðu við það sem hann heldur að verði áfram hægt að kalla Akureyri vikublað en var blaðið okkar, okkur hefur verið sagt upp og hann er því ekki með neina vöru lengur að selja. Svar mit á Harmageddon eftir að hafa hugsað málið í tvær nætur: "Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson." Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“

Vefpressan, útgáfufélag sem Björn Ingi Hrafnsson er í forsvari fyrir, hefur keypt útgáfurétt á tólf blöðum útgáfufélagsins Fótspors. Meðal þeirra eru vikublöð sem dreift hefur verið ókeypis í Reykjavík, á Akureyri og í Kópavogi.

Ámundi Ámundason, útgefandi Fótspors ehf., segir söluna hafa legið fyrir í að verða tvö ár. „Fyrstu samskipti mín við Björn Inga voru þegar hann bauð mér fyrir tveimur árum að gerast auglýsingastjóri hjá fyrirtækinu sínu en ég hafnaði því. Síðan eftir að hann keypti DV hafði hann aftur samband við mig og vildi kaupa útgáfuréttinn og var kaupsamningurinn undirritaður á fimmtudaginn.“

Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyrar Vikublaðs, og Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs, segjast báðir hafa frétt af sölunni eftir að hún var um garð gengin.

Bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins

hjónin Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson
hjónin Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert