Handtökum fjölgaði í fyrra

Árið 2014 voru skráð ofbeldisbrot gegn lögreglu 60 talsins.
Árið 2014 voru skráð ofbeldisbrot gegn lögreglu 60 talsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi 4.526 handtökur í fyrra en fjöldi handtekinna einstaklinga var 2.661.  Vistanir í fangageymslum voru 2.475, en þar var um að ræða 1.415 ólíka einstaklinga.

Handtökum hefur fjölgað frá fyrri árum en þær voru 4.319 árið 2013 og 3.841 árið 2012. Sé horft til handtaka á ársgrundvelli var maí sá mánuður þegar flestar handtókur voru framkvæmdar, alls 453. Handtökur voru næstflestar í mars, eða 425, og svo í júní, eða 411.

Laugardagar voru annasömustu dagar lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að handtökum en 1.048 handtökur voru framkvæmdar á þeim vikudegi. Þetta er breyting frá 2013 og 2012 þegar flestar handtökur voru framkvæmdar á sunnudegi.

Lögregla fékk nokkuð oft að kenna á reiði þeirra sem hún hafði afskipti af en skráð ofbeldisbrot gegn lögreglu voru alls 60 árið 2014.

Í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir um þetta:

„Störf lögreglumanna eru vandasöm og ekki síður varasöm, en þeir eiga á ýmsu von þegar samskipti við borgarana eru annars vegar. Drukkið fólk, eða undir áhrifum fíkniefna, bregst oft ókvæða við, en slíkt getur líka átt við um þá sem eru allsgáðir. Hótanir um líkamlegt ofbeldi, sem og líflátshótanir, er eitthvað sem lögreglumenn fá að heyra alltof oft. Einnig er reynt að múta þeim og svo mætti áfram telja. Á árinu 2014 var margsinnis ráðist að lögreglumönnum við skyldustörf í umdæminu og það var bæði slegið og sparkað til þeirra. Í mörgum tilvikum fóru lögreglumenn lemstraðir heim af vaktinni. Árið 2014 voru skráð um 60 ofbeldisbrot gegn lögreglumönnum hjá embætitnu. Það eru ívið fleiri brot en árið á undan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert