Hlaut styrk upp á 174 milljónir króna

Ragnhildur Þóra Káradóttir taugalífeðlisfræðingur rannsakar Alzheimers-sjúkdóminn í Cambridge
Ragnhildur Þóra Káradóttir taugalífeðlisfræðingur rannsakar Alzheimers-sjúkdóminn í Cambridge Ljósmynd/NASA

Ragnhildur Þóra Káradóttir taugalífeðlisfræðingur hlaut fyrr í mánuðinum 1,3 milljóna dollara rannsóknarstyrk, sem jafngildir 174 milljónum króna, frá Paul G. Allen Family Foundation.

Alls var styrkjum að andvirði 7 milljóna dollara úthlutað og hlutu fimm vísindamenn styrki til að fjármagna verkefni sín, sem öll sneru að Alzheimers-sjúkdómnum.

„Ég fékk þennan styrk til að koma á fót fjölgreina rannsóknarverkefni til að geta rannsakað Alzheimers-sjúkdóminn frá gjörsamlega nýju sjónarhorni. Ég leiði hóp af eðlis-, efna-, lífverk-, lífefna- og líffræðingum og læknum til að rannsaka hlutverk hvíts efnis í heilanum,“ segir Ragnhildur um styrkveitinguna í umfjöllun um hana í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert