Vitni að umferðaróhappi óskast

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Súðavogs í Reykjavík fimmtudaginn 23. júlí, en tilkynning um áreksturinn barst klukkan 20.25. Þar lentu saman tvær fólksbifreiðar: rauður, Ford Focus, og dökkgrá Honda Accord. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósa og því eru vitni að árekstrinum beðinn um að gefa sig fram. Sérstaklega er ungur karlmaður sem ræddi við málsaðila beðinn um að hafa samband. Ekki er vitað frekari deili á þeim manni.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum, eða geta veitt upplýsingar um málið, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert