Yrði endir tekjublaðanna

Skattskrárnar skoðaðar.
Skattskrárnar skoðaðar.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst aftur leggja fram frumvarp á næsta þingi sem takmarkar aðgang almennings að upplýsingum úr skattskrám og birtingu þeirra.

Verði frumvarpið samþykkt væri útgáfu tekjublaðanna sjálfhætt, þar sem hver og einn einstaklingur mætti aðeins fletta upp þremur einstaklingum í skattskrá og ekki væri hægt að fletta upp þúsundum einstaklinga eins og gert er við gerð blaðanna.

Þá skerpir frumvarpið á því að heimild skattaðila þurfi fyrir opinberri birtingu upplýsinga. Því mun ríkisskattstjóri ekki geta tekið saman og sent á fjölmiðla lista yfir „skattakónga“ hvers árs. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigríður mjög nauðsynlegt að tekin séu af öll tvímæli um það, að þessi vinnubrögð ríkisskattstjóra séu ólögmæt. Engin venja myndi rétt fyrir opinbera starfsmenn til að brjóta lögmæltan trúnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert