Ákvörðun bankans endurskoðuð?

Mögulega verða áform um nýjar höfuðstöðvar endurskoðuð.
Mögulega verða áform um nýjar höfuðstöðvar endurskoðuð. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Landsbankinn mun hugsanlega endurskoða áform sín um að reisa nýjar höfuðstöðvar bankans við Austurhöfnina í Reykjavík.

Þetta hefur Morgunblaðið í dag eftir áreiðanlegum heimildum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vildi ekki tjá sig um málið, þegar blaðið náði tali af honum í gær.

Heimildir Morgunblaðsins herma að hin mikla andstaða, sem fram hefur komið við byggingaráformin, hafi komið stjórnendum Landsbankans og bankaráði hans á óvart, þar sem þeir telji að í sínum málflutningi hafi þeir sýnt fram á með afgerandi hætti, hversu mikið hagræði og sparnaður í rekstrarkostnaði væri fólginn í því að reisa nýjar höfuðstöðvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert