Drottningarsnekkja í Reykjavíkurhöfn

Dannebrog í Reykjavíkurhöfn.
Dannebrog í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Júlíus

Dannebrog, snekkja dönsku konungsfjölskyldunnar, liggur nú við festar í Reykjavíkurhöfn. Hér við land er einnig statt eftirlitsskipið Thetis, en það mun á næstunni halda í eftirlit við Grænland.

Dannebrog kom hingað til lands á sunnudag en upplýsingar um erindi skipsins hingað liggja ekki fyrir. Það var byggt á árunum 1931-1932 og er 78,43 metra langt og 10,40 metrar á breiddina. Fullskipuð áhöfn telur 55 áhafnarmeðlimi.

Snekkjan er formlegur dvalarstaður drottningarinnar og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar þegar þeir ferðast erlendis eða fara í sumarsiglingar á dönsku hafsvæði.

Dannebrog hefur farið yfir 400.000 sjómílur og heimsótt flestar hafnir Danmerkur, Grænlands og Færeyja. Þá hefur það einnig komið víða við í Frakklandi og verið siglt á Miðjarðarhafi og í Kyrrahafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert