„Ekki í boði árið 2015“

Bikarinn til vinstri var veittur liði Hattar í 5. flokki …
Bikarinn til vinstri var veittur liði Hattar í 5. flokki kvenna en þann til hægri fékk 6. flokkur karla. Mynd/Sigrún Jóna Hauksdóttir

Mynd af bikurum sem veittir voru sem verðlaun til 6. flokks drengja á Orkumótinu í Vestmannaeyjum og til 5. flokks kvenna á TM móti í Vestmannaeyjum hefur farið sem eldur í sinu um Facebook í dag. Framkvæmdastjóri ÍBV segir úrbætur verða gerðar á næsta ári.

Margir hafa furðað sig á stærðarmuninum á bikurunum en bikarinn sem drengirnir hlutu er töluvert stærri en bikarinn sem stúlkurnar hlutu. Sigrún Jóna Hauksdsóttir sem birti myndina segir hana útskýra sig sjálfa. „Þetta er mjög myndrænt. Ég hefði getað reynt að lýsa þessu í orðum en myndin segir allt sem segja þarf.“

„Það eru ekki kynbundnar ástæður fyrir þessum mun á bikurunum. Það er einfaldlega þannig að það er ekki sama fólkið sem sér um bæði mótin. Við hins vegar ákváðum strax eftir Orkumótið að gera bragarbót á þessu á næsta ári því við viljum hafa samræmi milli móta því svona er félaginu ekki til sóma og ekki í boði árið 2015,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert