Fergusonfélagið gefur 50 þúsund til Vináttu

Frá vinstri: Karl Friðriksson, Þór Marteinsson, Erna Reynisdóttir, Grétar Gústavsson …
Frá vinstri: Karl Friðriksson, Þór Marteinsson, Erna Reynisdóttir, Grétar Gústavsson og Sigurður Skarphéðinsson.

Vinir Ferguson, Karl Friðriksson og Grétar Gústavsson, keyrðu hringinn í kringum landið á dögunum á tveimur Massey Ferguson traktorum til styrktar Vináttu, forvarnarverkefnis Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. Fergusonfélagið ákvað að styðja málefnið með 50 þúsund króna framlagi.

Þór Marteinsson, ritari félagsins afhenti Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla styrkinn og sagði að flestir vildu að sjálfsögðu styðja málefni eins og baráttu gegn einelti. „Þar sem þeir Karl og Grétar eru félagar hjá okkur fannst okkur því eðlilegt að félagið legði málefninu lið í þeirra nafni,” er haft eftir Þór í fréttatilkynningu.

„Við viljum þakka fyrir þennan rausnarlega stuðning,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. „Það er algjörlega frábært að Fergusonfélagið skuli bregðast svona vel við, ekki síst þar sem þeir félagar lögðu mikið á sig til að vekja athygli á og safna fyrir þessu góða málefni. Einelti skilur eftir sig erfiðar minningar, eins og þeir fengu reglulega að heyra á ferð sinni um landið.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert