Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur ógilt úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um að mál sem félagið hugðist höfða gegn íslenska ríkinu fái flýtimeðferð. Er því héraðsdómi gert að gefa út stefnu til flýtimeðferðar í málinu.

Héraðsdómur taldi að dómkröfur félags hjúkrunarfræðinga væru þær sömu og dæmt hafði verið í héraði og áfrýjað til Hæstaréttar. Því væri hvorki þörf á skjótri úrlausn málsins né hefði úrlausnarefnið almenna þýðingu. Hæstiréttur hafnaði þessum rökum héraðsdóms og telur að það varði stórfellda hagsmuni félags hjúkrunarfræðinga og brýn þörf væri á skjótri úrlausn málsins. 

Málið sem félag hjúkrunarfræðinga hefur höfðað varðar gerðardóminn sem skipaður var í máli þeirra. Telja hjúkrunarfræðingar að þar sem þeir felldu kjarasamninginn eigi þeir rétt á að ganga aftur að samningaborðinu en ríkið telur að gerðardómurinn sem skipaður var eigi að starfa áfram.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert