Mokað ofan af Tollhúsinu

Malbikið hefur verið skafið af Tollhúsinu.
Malbikið hefur verið skafið af Tollhúsinu. mbl.is/Golli

Það var lítill myndarbragur orðinn á því sem eitt sinn átti að vera lyft stofnbraut fyrir umferð um hafnarsvæðið.

Þakið á þeim hluta Tollhússins við Tryggvagötu, sem hýst hefur Kolaportið um langa hríð, var upprunalega ætlað sem hluti af lyftri hraðbraut en eftir að ekkert varð af þeim áætlunum var þakið lagt undir bílastæði. Brúin upp á þakið vék svo síðar meir og liðin eru tuttugu ár síðan bíl var síðast ekið um malbikið þar.

Snorri Olsen tollstjóri sagði tíma til kominn að þakið yrði lagað en í það var komin órækt, sem nú hefur verið upprætt samfara malbikinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert