Skóflustunga að nýrri heilsugæslu í Mývatnssveit

Fyrsta skóflustungan að nýrri heilsugæslu í Mývatnssveit.
Fyrsta skóflustungan að nýrri heilsugæslu í Mývatnssveit. Morgunblaðið/Birkir Fanndal

Undirritaður hefur verið verktakasamningur við Trésmiðjuna Rein um byggingu heilsugæslustöðvar fyrir tæpar 96 milljónir í Reykjahlíð í Mývatnssveit.

Fór undirritunin fram á skrifstofum Skútustaðahrepps í viðurvist heilbrigðisstarfsfólks í héraðinu, sveitarstjórnarfólks, nokkurra þingmanna og heilbrigðisráðherra.

Jafnframt var tekin fyrsta skóflustungan en það gerðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur. „Allar götur síðan ég byrjaði að starfa hérna árið 1988 hefur þetta verið stórt baráttumál fyrir okkur og þetta er gífurlega stór áfangi,“ segir Dagbjört í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert